Sólberg

Sólberg

Siglingar
Nr. máls: 19-099 S 062
Staða máls: Lokuð
Farðu í skýrslu 01.11.2019

Tillaga í öryggisátt

Þar sem útgerðir og áhafnir skipa þeirra virðast almennt ekki framkvæma áhættumat um borð í skipum sínum auk þess sem ekkert sérstakt eftirlit er með slíku telur nefndin tilefni til að gera eftirfarandi tillögur til Samgöngustofu í öryggisátt:

  1. Gert verði sérstakt kynningarátak fyrir útgerðir um gerð og framkvæmd áhættumats samkvæmt reglugerð.
  2. Að skoðunarstofur verði upplýstar um ákvæði reglugerðar nr. 200/2007.
  3. Að fært verði inn í skoðunarskýrslur upplýsingar um úttektir á framkvæmd áhættumats við árlegar skoðanir á skipum.

Afgreiðsla

Afgreiðsla Samgöngustofu barst með eftirfarandi bréfi dagsett 18. október 2019 við drögum frá 30. ágúst 2019.

 

Lesa afgreiðslu Samgöngustofu hér..