English language on BIRK ATC frequencies

English language on BIRK ATC frequencies

Flug
Nr. máls: 18-007F002
Staða máls: Lokuð
Farðu í skýrslu 07.02.2019

Tillaga í öryggisátt

The ITSB recommends that ICETRA reviews Iceland AIP GEN 3.4.3.4 for BIRK and recommend that English is always used for ATC radio communications when at least one airplane on the ground and/or tower frequencies communicates in English.

Afgreiðsla

Samgöngustofa tók á tillögunni á eftirfarandi hátt:

Í lokaskýrslu um alvarlegt flugatvik N525FF á Reykjavíkurflugvelli 11. Janúar 2018 og gefin var út 7. Febrúar 2019 beinir RNSA til Samgöngustofu eftirfarandi tillögu í öryggisátt: 

„The ITSB recommends that ICETRA reviews Iceland AIP GEN 3.4.3.4 for BIRK and recommend that English is always used for ATC radio communications when at least one airplane on the ground and/or tower frequencies communicates in English.“

Samkvæmt AIP BIRK AD 2.17 þá er flugumferðarþjónusta innan flugstjórnarsviðs Reykjavíkurflugvallar veitt á bæði ensku og íslensku. Þetta þýðir að ekki er gerð krafa um enskuhæfni fyrir flugmenn sem fljúga innan flugstjórnarsviðsins enda geta þeir þegið flugstjórnarþjónustu á íslensku. Þá er ekki gerð krafa í íslenskum reglum að einkaflugmenn hafi hæfni til að tala ensku og með því að setja þá takmörkun að eingöngu skuli nota ensku ef eitt loftfar á tíðninni kýs að nota ensku, þá er verið að útiloka að hægt sé að veita flugumferðarþjónustu til þeirra sem ekki tala ensku.


Með vísan í ofangreint, þá er ekki hægt að tryggja að allir flugmenn geti talað ensku innan flugstjórnarsviðs Reykjavíkurflugvallar og telur Samgöngustofa því ekki mögulegt að bregðast við þessum tilmælum með að innleiða þessa kröfu. Samgöngustofa vill þó benda á sem mildun að samkvæmt upplýsingum frá Isavia, þá er viðhaft vinnulag nú þegar við ATS í BIRK CTR, að þegar enskumælandi flugmenn sem ekki tala íslensku eru á bylgjunni þá er leitast við að nota ensku eingöngu. Þetta er þó óskrifað verklag og lagt í hendur þeirra sem sinna flugumferðarþjónustu að meta aðstæður hverju sinni.