Verklag um samsetningu

Verklag um samsetningu

Flug
Nr. máls: M-01511/AIG-12
Staða máls: Lokuð
Farðu í skýrslu 24.10.2013

Tillaga í öryggisátt

Rannsóknarnefnd samgönguslysa leggur til að Svifflugfélag Akureyrar setji upp skriflega verkferla fyrir samsetningu svifflugvéla í sinni umsjá og tryggi að þeim sé fylgt.

Afgreiðsla

Svifflugfélagi Akureyrar hefur sett upp eftirfarandi verklag:

Samsetning á svifflugum skal framkvæmd af vönum aðila og eftir handbók viðkomandi vélar. Ef kostur er þá skal vanur maður velja annan aðila til þjálfunar við samsetningu til að tryggja að sem flestir kunni rétt til verka. Einungis einn aðili ber ábyrgð á samsetningunni. Ef ekki er kostur á vönum manni við samsetningu til dæmis ef um nýja vél er að ræða þá skal vélin sett saman eftir handbók vélarinnar en ætíð skal leitast eftir því að fá leiðbeiningar og sýnikennslu um samsetningu áður en tekið er á móti nýrri vél.

Það sem hafa ber sérstaklega í huga:

  • Alls ekki má trufla aðila sem er að stjórna samsetningunni, ef utanaðkomandi aðilar koma að og eru með spurningar eða annað þá skal þeim bent á að stíga til hliðar þar til samsetningu er lokið. Aðilar í samsetningu skulu ekki láta síma ónáða sig.
  • Eftir samsetningu skal prófa sérstaklega vel að allir stýrifletir virki sem skildi (positive control check)