RNSA hefur gefið út lokaskýrslu vegna alvarlegs flugatviks N525FF á Reykjavíkurflugvelli. Flugvélin tók á loft frá flugbraut 19 án heimildar frá flugturni. Þegar flugvélin hóf sig á loft rétt fyrir flugbrautarmót 19/13 tók hún á loft yfir söndunarbíl sem var að sanda flugbraut 13 að beiðni flugturns. Alvarleg árekstrarhætta skapaðist við þetta.

Skýrsluna má finna hér.