Rannsóknarnefnd samgönguslysa hefur gefið út lokaskýrslu vegna flugslyss TF-200 þann 4. júní 2016, þegar fiisflugmaður ásamt farþega voru á flugi á fisi TF-200 (Kitfox 4) í Úlfarsárdal þegar hreyfill missti afl og stöðvaðist. Í kjölfarið hugðist fisflugmaðurinn nauðlenda fisinu á túni við bóndabæ í dalnum. Í lendingunni flæktist girðingarvír í hægra aðalhjóli fissins og hafnaði það í kjölfarið á hvolfi.

Skýrsluna má finna undir eftirfarandi hlekk:

 http://www.rnsa.is/media/3690/lokaskyrsla-flugslyss-tf-200-i-ulfarsardal-thann-4-juni-2016.pdf