Rannsóknarnefnd samgönguslysa hefur gefið út lokaskýrslu vegna flugslyss TF-142 í Mosfellsdal þann 28. ágúst 2014. Fisið sem var af gerðinni Xair-F hafði verið á flugi í tæpt korter með fisflugmann og farþega eftir flugtak frá fisflugvellinum við Úlfársfell þegar vart verður við gangtruflanir. Flugmaðurinn sér heppilegan lendingarstað á malarvegi sem liggur þvert á veg 35 í Mosfellsdal, skammt frá Helgafelli og stefndi þangað. Í lendingunni rakst vinstri vængur fissins í ljósastaur og nérist fisið í hálfhring og hafnaði á vegi 35. Skýrslan er skrifuð á ensku þar sem að sá aðili sem tillögu í öryggisátt er beint til er ekki íslenskur.

 

Skýrsluna má finna undir eftirfarandi hlekk:

http://rnsa.is/media/3714/final-report-regarding-accident-of-tf-142-in-mosfellsdalur-on-28-august-2014.pdf