Flugmálastjórn Bandaríkjanna (FAA) hefur tekið undir tvær tillögur í öryggisátt sem RNSA gaf út í tengslum við alvarlegt flugatvik er varð á Boeing 757-200 flugvél Icelandair (TF-FIJ) þann 26. febrúar 2013. Tillögurnar snéru að hönnunargalla er nefndin fann við rannsóknina er leiddi til málmþreytu í búnaði lyftispillis, m.t.t. skoðana og hugsanlegra útskipta á þessum búnaði. Snéri önnur tillagan að Boeing 757 flugvélum, á meðan hin snéri að öðrum flugvélum framleiddum í Bandaríkjunum með sambærilegan búnað. Í kjölfarið mun FAA vinna ásamt bandarískum framleiðendum að innleiða þær skoðanir og breytingar sem gera þarf á bandarísk framleidd loftför.

Má fastlega búast við að þetta muni hafa áhrif á þau bandarísk framleidd loftför með þessum búnaði sem eru í flugrekstri á Íslandi, sem og annars staðar í heiminum. 

Vegna sambærilegra kerfa í loftförum framleiddum í öðrum framleiðsluríkjum óskaði FAA einnig því að RNSA útvíkkaði tillögu sína til annarra framleiðsluríkja. RNSA tók þá beiðni fyrir á nefndarfundi þann 15. janúar 2016 og samþykkti að hafa samband við flugmálayfirvöld í öðrum hönnunarríkjum flugvéla með sambærilegan búnað og útvíkka tillöguna í kjölfarið.